Austanstormur sunnan til
Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á því að vonskuveðri er spáð sunnantil á landinu í dag og fram á nótt.
Viðvörun
Gert er ráð fyrir stormi eða roki (meira en 20-28 m/s) syðst á landinu eftir hádegi og fram eftir nóttu.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi austanátt, 15-28 m/s sunnantil undir hádegi, hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum síðdegis. Dálítil slydda eða snjókoma með köflum syðst, annars skýjað og stöku él en austan 10-18 m/s og skýjað en úrkomulítið norðantil. Úrkomumeira suðaustantil í kvöld og talsverð úrkoma þar í nótt og fram eftir morgundegi.
Áfram má búast við vindhviðum, yfir 35 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum á morgun. Frost 0 til 13 stig, kaldast í innsveitum, en dregur úr frosti er líður á daginn og hiti 0 til 5 stig sunnantil.
Vakthafandi veðurfræðingar: Elín Björk Jónasdóttir og Theodór Freyr Hervarsson.