Fréttir
Merki EEA: aðlögun að loftslagsbreytingum.

Ráðstefna í Portúgal um loftslagsbreytingar, vatn og viðbrögð

EEA Conference: Too Much, Too Little

7.10.2013

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, er nú staddur í Lissabon á ráðstefnu um loftslagsbreytingar, vatn og viðbrögð, sem er samvinna Íslands, Lichtenstein, Noregs og Portúgal. Hann verður með yfirlitserindi um áhrif loftlags á hringrás vatns.

Ráðstefnan er á vegum EEA Grants en það er sjóður sem styrkir margskonar rannsóknir. Hjá portúgölsku veðurstofunni er mikill áhugi á samstarfi við Veðurstofu Íslands en sú portúgalska er ábyrg fyrir jarðvárvöktun eins og sú íslenska og auk þess hafrannsóknum. Árni mun funda með forráðamönnum hennar um mögulega samvinnu.

Í síðustu viku var haldinn vinnufundur um áherslur Evrópusambandsins í rannsóknum og verklag við aðlögun vegna loftslagsbreytinga á Norðurslóðum í náinni framtíð. Þar lagði Árni áherslur á nauðsyn athugana og rannsókna þannig að hægt sé að gera raunhæfar áætlanir um aðlögun.

Sjá ítarefni á vefnum European Climate Adaption Platform og vefstreymi beint frá ráðstefnunni. Sjá einnig vef EEA, European Environment Agency.

Ensk kynning á ráðstefnunni

EEA Grants Conference: Too Much, Too Little - The Role of Water in Adaptation to Climate Change

The Governments of Iceland, Liechtenstein, Norway and Portugal are hosting a conference on the role of water in adaptation to climate change. The conference will explore:

  • The policy framework(s) for adaptation to climate change
  • The news in science related to impacts and vulnerabilities of water and water related sectors
  • The experiences in water related national challenges, such as drought, floods or storm surges
  • Adaptation policies and practices in cities, agriculture and in coastal areas
  • The need to think beyond national borders

Venue: Myriad Crystal Center, Parque das Nações, Lisboa, Portugal. Participants are those countries and actors involved in the EEA Grants programmes and/or in the development of adaptation policies in the EU.

 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica