Fréttir
Horft upp eftir Skaftá frá Skaftárdal.

Loftslagsvísindin og loftslagsumræðan

Málþing hjá Háskóla Íslands um loftslagsrannsóknir

4.10.2013

Málþing með nokkrum þekktustu sérfræðingum samtímans á sviði loftslagsrannsókna verður haldið laugardaginn 5. október kl. 13:00 á Háskólatorgi, stofu 105.

Ræðumenn eru nokkrir þekktustu sérfræðingar samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Stefan Rahmstorf, Michael Mann, Kari Norgaard og Peter Sinclair.

Guðni Elísson, forseti Íslensku- og menningardeildar, setur þingið og kynnir þátttakendur.

Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, stýrir umræðum.

Málþingið er meðal annars haldið í tengslum við námskeiðið Loftslagsbreytingar – orðræða og aðgerðastefna hjá Háskóla Íslands.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar á vef Háskóla Íslands.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica