Fréttir
Skjálftahrina úti fyrir mynni Eyjafjarðar

Jarðskjálftahrina úti fyrir mynni Eyjafjarðar

3.10.2013

Jarðskjálftahrina hófst úti fyrir mynni Eyjafjarðar að kvöldi 24. september og stendur hún enn. Um 1000 skjálftar hafa mælst, þegar þetta er skrifað, á hádegi 3. október.

Flestir hafa verið innan við þrjú stig en nokkrir stærri sem hafa fundist á Siglufirði og Ólafsfirði. Í gærkveldi klukkan 19:40 varð skjálfti 3,8 að stærð og er það stærsti skjálfti sem hefur mælst í hrinunni. Tilkynningar bárust um að hann hefði fundist á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Í fyrrahaust varð skjálftahrina á svipuðum slóðum og mældust þá  tveir skjálftar yfir fimm stigum, annar 5,2 og hinn 5,6 þann 21. október. Virkasta svæðið í fyrra var norðvestan og suðaustan við það svæði sem skjálftarnir raða sér nú á. Talsvert er óunnið af skjálftum þessarar hrinu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica