Fréttir

Maí 2013

bráðabirgðayfirlit

31.5.2013

Tíðarfar í maí var nærri meðallagi á landinu að slepptum fyrstu dögunum sem voru óvenju kaldir. Snjó leysti venju fremur seint um landið norðaustanvert.

Meðalhiti í Reykjavík var 5,8 stig og er það 0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 1,2 stigum undir meðallagi maímánaða síðustu 10 ára. Þetta er kaldasti maí í Reykjavík síðan 2005 en meðalhiti þá var nær sá sami og nú.

Meðalhiti á Akureyri var 5,7 stig og er það 0,2 stigum yfir meðallaginu 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu tíu ára.

Úrkoma var við meðallag í Reykjavík, lítilsháttar yfir því í Stykkishólmi, en talsvert yfir því á Akureyri og um austan- og sunnanvert landið.

Sólskinsstundir í Reykjavík voru í ríflegu meðallagi.

Ítarlegra yfirlit verður birt mánudaginn 3. júní.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica