Fréttir
Geitafellsá í Þingeyjarsýslu.

Meðalhiti íslenska vetrarins

2012 til 2013

26.4.2013

Veturinn 2012 til 2013 (eftir gamla íslenska tímatalinu) var hlýr á landinu. Sérlega hlýtt var um miðbik hans, en þá náðu hlýindin um nær allt land. Kaldara var til beggja handa um landið norðan- og austanvert. Snjór kom snemma í byggðir þar um slóðir og fer seint og telja menn tíðarfar hafa verið erfitt. Syðra var veður mjög hagstætt lengst af.

Í Reykjavík var veturinn sjá fjórði hlýjasti eftir 1950, en 1957,1972 og 2012 voru þó nánast jafnir að hita. Hlýrra var veturna 1964, 2003 og 2010. Hitinn var 1,5 stigi yfir meðallagi.

Á Akureyri var hiti vetrarins 0,8 stigum yfir meðallagi, en síðan 1950 hefur 21 vetur verið hlýrri þar.

Þrálátar austan- og norðanáttir voru ríkjandi lengst af í vetur. Í janúar og febrúar var sunnanátt þó algeng ásamt austanáttinni.

Hitavik íslensku mánaðanna veturinn 2012 til 2013 °C
mánuður Reykjavík Akureyri
gormánuður -0,2 -0,6
ýlir 1,4 -0,3
mörsugur 3,1 3,2
þorri  3,0 3,2
góa 0,8 0,5
einmánuður 0,8 -0,6

Mörsugur og þorri voru langhlýjastir að tiltölu. Allir mánuðir nema gormánuður voru ofan meðaltals í Reykjavík, en á Akureyri voru gormánuður, ýlir og einmánuður undir meðallaginu 1961 til 1990.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica