Fréttir
Hríðarveður miðvikudaginn 6. mars 2013.

Óvenjulegt hríðarveður

7.3.2013

Óveðrið í gær var óvenjulegt fyrir þær sakir að snjókoma og hvasst var í öllum landshlutum á sama tíma. Samgöngur röskuðust mjög, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag hefur veður verið rysjótt víðast hvar.

Veðurhorfur á landinu nú klukkan fjögur á fimmtudegi eru svohljóðandi: Austan 15-23 m/s, hvassast við S-ströndina. Dálítil snjókoma og slydda með köflum og rigning syðst, en skafrenningur NA-lands. Hiti víða 0 til 5 stig, en frost 1 til 5 stig NA-til.

Áfram er búist við slæmu ferðaveðri vegna slyddu, snjókomu og skafrennings og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám.

Fyrir áhugasama má lesa um tíðni hríðarveðra í fróðleiksgrein Trausta Jónssonar og þar er meðal annars að finna lista yfir hríðarveður í Reykjavík frá 1949 til dagsins í dag.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica