Fréttir
Áhrifakort
Kortið sýnir staðsetningu og áhrif skjálftans.

Jarðskjálfti austur af Akureyri

2.12.2011

Að kvöldi 2. desember kl. 19:22 varð jarðskjálfti í Vaglafjalli u.þ.b. 14 kílómetrum austan Akureyrar. Hann var 3,2 að stærð. Tveir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, annar kl. 19:36 og var hann 1,5 Ml og hinn kl. 19:46 sem var 2,5 Ml.

Skjálftarnir voru á sex og níu kílómetra dýpi og fannst sá stærsti vel á Akureyri. Sjá má upptök skjálftanna á kortinu hér til hliðar. Ekki hafa mælst frekari jarðhræringar á svæðinu.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica