Fréttir
tvmap_bare_is_23092011
Áhrifakort 23. september 2011.

Jarðskjálftar vegna niðurdælingar vatns

23.9.2011

Eftir hádegi í dag hefur mælst fjöldi skjálfta við Hellisheiðarvirkjun.

Stærsti skjálftinn að stærð 3,4 varð kl. 15:22 og fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar.

Samkvæmt Orkuveitu Reykjavíkur hefur vatni verið dælt niður í nýja borholu á svæðinu í dag, nánar tiltekið við Húsmúla.

Langflestir jarðskjálftar sem hafa mælst undanfarnar vikur eiga upptök sín á Hellisheiði. Þar mældust mörg hundruð skjálftar í síðustu viku sem urðu vegna niðurdælingar á affallsvatni við Hellisheiðarvirkjun. Vatnið streymir um sprungur og misgengi í jörðunni og virkar eins og hvati á höggun og hnik í jarðlögunum.

Á jarðskjálftakortum sem uppfærast stöðugt má sjá óyfirfarnar frumniðurstöður. Vegna hrinunnar er staðsetning skjálftanna þó ófullkomnari en ella.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica