Fréttir
Dagur íslenskrar náttúru á Veðurstofunni
Ríkisstjórn Íslands ákvað í fyrrahaust að tileinka 16. september ár hvert íslenskri náttúru. Veðurstofa Íslands vill nýta þetta tækifæri til að kynna hluta starfsemi sinnar að Bústaðavegi 7 og 9 í Reykjavík.
- Milli klukkan14 og 15: Boðið verður upp á heimsókn í vaktherbergi Veðurstofunnar þar sem fylgst er með veðri, jarðskjálftum, vatnamælum og hættu á ofanflóðum, veðurspár gerðar og viðvaranir gefnar út. Farið verður með hópa kl. 14:00 og 14:30 undir leiðsögn, með fyrirvara um atburð í náttúrunni.
- Klukkan 15:00: Vatnsbúskapur á Íslandi. Snorri Zóphóníasson jarðfræðingur flytur erindi og ræðir við áheyrendur.
Hlutverk Veðurstofu Íslands er vöktun lofts, láðs og lagar, með öflun, varðveislu og greiningu upplýsinga ásamt rannsóknum byggðum á þeim, miðlun upplýsinga og þjónusta við notendur. Hún er ein af stofnunum umhverfisráðuneytisins og bjóða stofnanir þess upp á fjölbreytta dagskrá sem er birt á heimasíðu ráðuneytisins.