Fréttir
sigketill í vatnajökli
Sigketill í Vatnajökli. Smellið til að fá stærri mynd. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.

Sigketill við Lokahrygg

14.7.2011

Í gær miðvikudaginn 13. júlí var flogið yfir Lokahrygg til að leita upptaka hlaupsins sem kom í Köldukvísl í gærmorgun. Myndarlegur sigketill fannst rétt austur af Hamrinum.

Mikil skjálftavirkni hefur verið undir Lokahrygg síðastliðið ár og í vestanverðum Vatnajökli öllum. Virknin á Lokahrygg er aðallega í fjórum þyrpingum, undir Skaftárkötlunum tveim og í tveim aðskildum þyrpingum vestar (sjá mynd). Sigketillinn er staðsettur yfir vestustu jarðskjálftaþyrpingunni.

Myndin sýnir skjálftavirkni (afstætt staðsett) á tímabilinu 1992 til 2010 undir Lokahrygg, Grímsvötnum og  Esjufjöllum. Staðsetningar Skaftárkatlanna tveggja eru merktar með stjörnum og gróflega áætluð staðsetning nýja sigketilsins er merkt með X.
Neðri myndin sýnir skjálftavirknina í lóðréttu þversniði, séð úr suðri.


skjálftakort

Vísindamenn sem komu að gerð þessarar fréttar: Kristín Vogfjörð og Oddur Sigurðsson.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica