Fréttir
Gosmökkur yfir Grímsvötnum
Gosmökkur yfir Grímsvötnum að kvöldi 21. maí 2011.

Flogið yfir gosstöðvarnar

22.5.2011

Í kvöld, laugardagskvöldið 21. maí 2011, flugu vísindamenn að gosstöðvunum í Grímsvötnum (sjá vöktunarsíðu).

Gosmökkurinn náði í um það bil 20 kílómetra hæð. Í 2 - 3 kílómetra hæð lagði gosmökkinn til suðurs og suðvestur en hærra uppi lagði hann í austurátt.

Gosið er mun öflugra en það sem var í Grímsvötnum 2004 og nokkuð öflugra en gosið í Eyjafjallajökli. Ekki var hægt að staðfesta nákvæmlega legu gosstöðvanna vegna þess að ekki var hægt að fljúga nógu nálægt.

Endurreiknaðar nákvæmnisstaðsetningar á skjálftum í upphafi gossins núna gefa svipaðar niðurstöður og frá gosinu 2004. Hér að neðan má sjá kort bæði fyrir 2004 (efra kortið) og 2011. Ýmislegt fleira bendir til að gosið sé á svipuðum stað nú og var þá.

Kort frá 2004:

Endurstaðsettir jarðskjálftar í Grímsvötnum 2004

Kort frá upphafi yfirstandandi goss 2011:

Endurstaðsettir jarðskjálftar í Grímsvötnum 2011

Myndir:

Skoða má Modis hitamynd frá því laust fyrir miðnætti í kvöld. Og úr eftirlitsflugi að kvöldi 21. maí 2011, ljósmynd Steinunn S. Jakobsdóttir:

gosmökkur

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica