Fréttir
viti í þoku - mastur sjálfvirkrar stöðvar
Fontur á Langanesi, veðurstöð og viti, í þoku hinn 14. júlí 2010.

Vefsíðan Safetravel

Vefur um öryggismál í ferðamennsku

16.5.2011

Í fyrrasumar skrifuðu sautján aðilar, er koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, undir samstarfssamning um öryggismál ferðamanna, m.a. með opnun upplýsingavefs.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur beitt sér í auknum mæli að forvörnum í ferðamennsku, til dæmis með Hálendisvakt björgunarsveitanna. Með opnun vefsíðunnar var gengið skrefinu lengra og forvarnir efldar með því að ná saman flestum þeim er koma að öryggi ferðafólks. Bæði félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir koma að verkefninu svo fjármunir, þekking og ólík reynsla þeirra nýtist sem best.

Aðilarnir sameinuðust um einn vettvang þar sem allar upplýsingar um örugga ferðamennsku eru aðgengilegar. Sá staður er vefsíðan Safetravel. Þar eru upplýsingar um margs konar útivist, íslenska náttúru og veður. Jafnframt eru tenglar inn á landakort, færð á vegum, veðurhorfur, afþreyingu og fleira.

Á vefsíðunni er að finna ítarlegar upplýsingar um ferðamennsku á Íslandi og munu ferðaþjónustuaðilar auglýsa hana á sínum vefjum. Er það von þeirra sem að verkefninu standa að ná megi til erlendra ferðamanna áður en þeir koma til landsins og að þeir lesi sér til um öryggisatriði ferðamáta síns áður en ferðalagið hefst. Vefsíðan nýtist einnig íslensku ferðafólki.

Fjöldi ferðamanna hefur aukist á hverju ári samkvæmt Ferðamálastofu. Níutíu prósent Íslendinga ferðuðust innanlands sumarið 2009 og um hálf milljón erlendra ferðamanna heimsóttu landið en eins og vitað er hafa orðið hörmuleg banaslys, ekki síst meðal hinna erlendu. Slysin eru ekki einsleit heldur tengjast bæði landi, láði og legi. Hugsanlega hefði mátt fyrirbyggja einhver þeirra með öflugri forvörnum.

Eftirtaldir aðilar koma að Safetravel verkefninu:

 • Slysavarnafélagið Landsbjörg
 • Iðnaðarráðuneytið
 • Neyðarlínan 112
 • Vegagerðin
 • Ferðafélag Íslands
 • Veðurstofa Íslands
 • Samtök ferðaþjónustunnar
 • Ríkislögreglustjóri
 • Íslandsspil
 • FÍB
 • Síminn
 • Sjóvá
 • Ferðafélagið Útivist
 • Umhverfisstofnun
 • 4x4
 • Umferðarstofa
 • Bylgjan
 • Vatnajökulsþjóðgarður
 • Ferðamálastofa

logo safetravel.isAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica