Veðurspáleikur Veðurstofunnar
- úrslit
Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofunnar 2010 var hannaður veðurspáleikur fyrir vef stofnunarinnar og felst leikurinn í því að spá veðrinu tvo daga fram í tímann fimm daga vikunnar. Keppt var í afmælisvikunni 13.-17. desember síðastliðinn. Sigurvegari var Haukur Örn Jónsson á Eyrarbakka með 77 stig. Haukur fékk í verðlaun Oregon BAR 916 veðurspátæki, auk viðurkenningarskjals, og tók við þessu hvorutveggja hinn 30. desember.
„
Lurkur“
hlaut næstflest stig, 75, „
Sigurður sjómaður“
varð í þriðja sæti með 73 stig og fjórir keppendur fengu 71 stig, þannig að ekki munaði miklu á efstu mönnum. Þátttaka var nokkuð góð og þakkar Veðurstofan öllum sem þátt tóku og vonar að þátttakendur hafi haft gaman af leiknum. Í ráði er að endurtaka leikinn reglulega þótt ekki verði verðlaun í boði.
Í leiknum spáir fólk veðri fyrir fimm staði, tvo staði í senn, fimm daga vikunnar. Gerð er spá fyrir Reykjavík alla fimm dagana en fyrir Stykkishólm, Bolungarvík, Akureyri, Egilsstaði og Kirkjubæjarklaustur sinn hvern daginn. Spáð er hitastigi, vindhraða, vindátt og veðurflokki, allt frá heiðskíru veðri til ýmissa úrkomutegunda.