Afmælisfundur og veðurspáleikur
Veðurstofan ítrekar tvennt í tilefni af 90 ára afmælinu
Veðurstofan ítrekar tvennt í tilefni af 90 ára afmælinu: Opinn afmælisfund á Hilton Reykjavík Nordica og veðurspáleik á vefnum.
Afmælisfundur
Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands er boðað til afmælisfundar á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, þriðjudaginn 14. desember 2010.
Fundurinn hefst kl. 8:45 og honum lýkur með móttöku sem hefst um kl. 16:30. Fyrir hádegið verða loftslagsrannsóknir ræddar og eftir hádegið verður umfjöllunarefnið eldgosavöktun og eldgosarannsóknir.
Dagskrá afmælisfundarins með heitum erinda og fyrirlesara er í meðfylgjandi skjali (pdf 0,6 Mb).
Allir eru velkomnir og eru gestir beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið afmaeli (hja) vedur.is eða hringja í síma 522 6000.
Veðurspáleikur
Eins og kynnt var um daginn, þá hefur verið hannaður leikur í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands þar sem almenningi gefst kostur á að spá veðrinu tvo daga fram í tímann.
Leikurinn hefst í dag, mánudaginn 13. desember, og spáð er daglega til og með 17. desember. Spáð er hvernig veðrið verður kl. 12 á hádegi á miðvikudag en senda þarf spána inn fyrir kl. 18. Á þriðjudag er spáð fyrir fimmtudegi o.s.frv.
Sigurvegari fær vegleg verðlaun frá Veðurstofunni en meginmarkmiðið er að allir hafi gaman - og líka gagn - af leiknum.
Fólk er hvatt til þess að taka þátt í leiknum, sjá nánar í reglum leiksins og eldri frétt.