Fréttir

Norðurslóðadagurinn 2010

8.11.2010

Norðurslóðadagurinn verður haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 10. nóvember frá 09:00 - 16:00 og er opinn öllum.

Fyrirlesarar koma úr ýmsum faggreinum en það er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem heldur ráðstefnuna og yfirskriftin er Breytingar á norðurslóðum: vöktun náttúru og samfélags.

Fluttir verða sjö fyrirlestrar og síðan verða pallborðsumræður um stöðu rannsókna, vöktunar og alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Mörg veggspjöld verða til sýnis og kynningarefni liggur frammi.

Deginum lýkur með minningarfyrirlestri Vilhjálms Stefánssonar. Að þessu sinni flytur Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor við Háskóla Íslands fyrirlesturinn og nefnir hann Vísindamaðurinn í náttúrunni og náttúra vísindarannsókna: Um hlutverk og samfélagslegar skyldur vísindamanna.

Sjá dagskrá Norðurslóðadagsins (pdf 0,1 mb).





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica