Fréttir
Jarðskjálftar undir Blöndulóni
Hrina jarðskjálfta hófst undir Blöndulóni kl. 8:15 á þriðjudagsmorguninn, 26. október 2010.
Um fjörutíu jarðskjálftar hafa mælst í þessari hrinu. Sá stærsti varð klukkan 21:10 í gærkvöldi, á fimmtudagskvöldi, 3,7 að stærð.
Annar skjálfti varð laust fyrir 10:31 nú á föstudagsmorgni, 3,5 að stærð.
Báðir þessir skjálftar fundust í byggð.