Fréttir
flæðir yfir tún og veg
Flóð í Hvítá í Borgarfirði / Gufá. Bóndhóll.
1 2 3

Kynningarfundir um kortlagningu flóðasvæða

20.10.2010

Veðurstofa Íslands hefur unnið að kortlagningu flóða sem urðu á helstu flóðasvæðum landsins í desember 2006.

Á næstu vikum, nú síðla hausts 2010, verða kynnt drög að kortum og aðrar niðurstöður vegna flóða í Hvítá í Borgarfirði, Skagafirði og neðri hluta Ölfusár.

Eftirfarandi kynningarfundir eru fyrirhugaðir:

  • Skagafjörður: 27. október 2010 kl. 15 - 17 í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð
  • Borgarbyggð: 4. nóvember 2010 kl. 20:30 - 22:30 í Félagsheimlilinu Valfelli, Borgarbyggð
  • Ölfus: 11. nóvember 2010 kl. 15 - 17 í Ráðhúskaffi, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn

Fundirnir eru opnir öllum og er sérstaklega óskað eftir athugasemdum og ábendingum heimamanna.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica