Fréttir
Um eldgosin í vor
Upplýsingar varðveittar
Eldgosaborðinn, sem verið hefur efst á hverri síðu vefsins síðan í mars/apríl, hefur nú verið fjarlægður en upplýsingarnar sem hann vísaði á eru að sjálfsögðu ennþá aðgengilegar á vefnum.
Þær er að finna á flipanum Jarðhræringar, í vefflokknum Eldgos. Sérstök vefsíða um eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli vorið 2010 hefur verið gerð.
Frá henni má nálgast allar greinarnar sem eldgosaborðinn vísaði á. Allar ljósmyndir og myndbönd eru á sínum stað.
Fimmvörðuháls
Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars 2010 og lauk 12. apríl. Hér er aðalgígurinn, Magni, fremst en aftar til vinstri er minni gígurinn, Móði, en í honum gaus síðar. Brattafönn fjær og enn fjær er Rjúpnafell. Myndin er tekin að morgni 10. ágúst 2010. Ljósmynd: Ólafur Sigurjónsson í Forsæti.