Margmenni á Vísindavöku
Efnið sem Veðurstofan kynnti á Vísindavöku föstudaginn 24. september, degi evrópska vísindamannsins, vakti verðskuldaða athygli á vel heppnaðri dagskrá sem tengir vísindi og almenning.
Að þessu sinni var höfuðáhersla lögð á að kynna ferli eldgosanna í Eyjafjallajökli en Veðurstofan vaktaði eldstöðvarnar allan sólarhringinn og miðlaði fréttum af framvindunni til almennings, bæði á vef og gegnum fjölmiðla. Einnig voru sýndar svipmyndir úr 90 ára sögu Veðurstofunnar.
Meðfylgjandi myndir eru úr sýningarbás Veðurstofunnar. Sérfræðingar Veðurstofunnar voru boðnir og búnir að svara spurningum gesta.