Fréttir
vísindamaður krýpur við flóðför
Starfsmaður Veðurstofunnar við mælingar á flóðförum í Svaðbælisá þann 12. júní 2010.
1 2

Vísindavaka

22.9.2010

Vísindavaka Rannís 2010 verður í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu föstudaginn 24. september kl. 17-22.

Vísindavaka er stefnumót almennings við vísindamenn, sem stunda rannsóknir í margvíslegum fræðigreinum. Hún er hluti af stærra verkefni, Degi evrópska vísindamannsins, sem fer fram í helstu borgum Evrópu á sama tíma. Í kynningu segir að öll fjölskyldan finni eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku.

Veðurstofan verður með sýningarvegg á vökunni. Veðurfræðingar, jarðeðlisfræðingar og sérfræðingar um flóð hafa, ásamt fleirum, tekið saman efni og verða á staðnum. Sýnt verður samsett myndskeið frá eldgosunum s.l. vor, starfsemi Veðurstofunnar verður kynnt með ákveðinni myndasyrpu í tilefni af 90 ára afmæli stofnunarinnar og börnum á öllum aldri leyft að reyna hve mikið loft þau hafa í lungunum.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica