Leyndardómar Grænlandsjökuls
Ráðstefna í Háskóla Íslands 27.- 29. ágúst 2010
Ráðstefnan ber undirtitilinn Vitnisburður ískjarna, setlaga og jökla um loftslagsbreytingar og eldgosasögu og er haldin í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar J. Johnsens, eðlis- og jöklafræðings við Hafnarháskóla. Sigfús hefur starfað að borunum og rannsóknum á ískjörnum úr Grænlandsjökli um 40 ára skeið og hafa þær skilað einstökum niðurstöðum um loftslagssögu norðurhvels jarðar síðastliðin 125 þúsund ár.
Ráðstefnan er tvískipt. Sunnudaginn 29. ágúst verður efnt til opinnar dagskrár á íslensku sem ætluð verður jafnt almenningi og fræðimönnum en dagana 27.-28. ágúst, verður alþjóðleg ráðstefna með þátttöku 50 erlendra vísindamanna.
Opin dagskrá í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans 29. ágúst 2010, kl. 13:30-16:30
- 13:30-13:40 Setning
- 13:40-14:10 Sigfús J. Johnsen: Ískjarnaboranir á Grænlandi sl. hálfa öld og veðurfarssaga síðastliðinna 150.000 ára
- 14:10-14:40 Þorsteinn Þorsteinsson: Starfið við boranir á Grænlandsjökli og rannsóknir á eiginleikum jökulíssins
- 14:40-15:10 Áslaug Geirsdóttir: Vitnisburður vatnasets um veðurfar á Íslandi eftir ísöld
- 15:10-15:30 Kaffihlé
- 15:30-16:00 Karl Grönvold og Annette Mortensen: Eldgosasaga Íslands rakin í ískjörnum úr Grænlandsjökli
- 16:00-16:30 Guðfinna Aðalgeirsdóttir: Framtíð Grænlandsjökuls í hlýnandi loftslagi
Ráðstefnan er skipulögð í sameiningu af Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Veðurstofu Íslands og Dansk-íslenska félaginu. Sjá nánar á síðu Jarðvísindastofnunar Háskólans.