Fréttir
Norræn ráðstefna um landupplýsingatækni
Norræn ráðstefna um notkun landupplýsingatækni við vöktun, við hættumat vegna náttúruvár, við umhverfisskipulag og umhverfisstjórnun, verður haldin á Selfossi 14. - 15. júní á vegum GI Norden og LÍSU samtakanna.
Á dagskrá eru yfir 40 erindi, meðal annars um atburðarásina á Eyjafjallajökulssvæðinu. Í lok ráðstefnunnar verður boðið upp á vettvangsferð undir leiðsögn sérfræðinga.
Þann 16. júní verður kennsla fyrir þá sem vilja auka færni sína í notkun GIS hugbúnaðar.