Vatnamælingar við Eyjafjallajökul
Rennsli mælt í Markarfljóti
Vatnamælingar eru mikilvægur hluti af viðbrögðum við vá.
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa mælt rennsli og tekið sýni við Markarfljót af flóðum sem koma undan Gígjökli vegna bræðsluvatns frá eldgosinu í Eyjafjallajökli.
Vatnsrennsli frá Gígjökli jókst mjög þann 28. apríl en þá kom flóðgusa sem var sú stærsta síðan 16. apríl.
Vatnið í flóðinu var heitt og mældist vatnshitinn á sírita niðri við Markarfljótsbrú yfir 11°C.
Rennsli Markarfljóts var mælt tvisvar á gömlu brúnni:
Flóð sem kom kl. 11:30 niður Gígjökul mældist 250 m3/s á brúnni tveimur tímum síðar.
Bæði 28. og 29. apríl er talið að 130-150 m3/s hafi runnið frá Gígjökli sem er meira en dagana á undan. Rafleiðni í Krossá og Steinholtsá var há báða dagana.
Lýsingu á verkinu og ljósmyndir má skoða í meðfylgjandi fróðleiksgrein.