Fréttir
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli 3. - 5. mars 2010.

Jarðskjálftahrina undir Eyjafjallajökli

5.3.2010

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Eyjafjallajökli á miðvikudag heldur áfram með svipuðu sniði og verið hefur.

Skjálftarnir eru enn litlir, flestir um og undir einum að stærð og á sama dýpi og verið hefur, 7-10 kílómetrum. Nokkrir skjálftanna hafa náð stærðinni tveimur og gott betur. Stærsti skjálftinn (hingað til) varð í morgun, 5. mars, kl. 06:13, og var hann um þrjú stig.

Hátt á þriðja þúsund skjálftar hafa mælst frá því á miðvikudag og hafa stærstu skjálftarnir fundist í Fljótshlíðinni.

Áfram er vel fylgst með framvindu mála.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica