Fréttir
Hafíssamkomulag
Magnús Jónsson veðurstofustjóri og Jens Sunde.

Stofnskrá um ískort undirrituð

31.10.2008

Hinn 31. október 2008 undirritaði Magnús Jónsson veðurstofustjóri stofnskrá Alþjóðasamvinnuhóps um ískortagerð í viðurvist Jens Sunde, aðstoðarformanns hópsins.

Ánægjulegt er að þessi stofnskrá sé nú formlega staðfest hér á landi þar sem Veðurstofan hefur verið aðili að samvinnuhópnum frá stofnun hans árið 1999.

Samvinnuhópurinn kallast International Ice Charting Working Group eða IICWG.

Markmið hópsins er að efla samstarf stofnana er sinna hafísmálefnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica