Fréttir
Jarðskjálftar í Öxarfirði 20. - 26. október 2008.
Jarðskjálftar í Öxarfirði 20. - 26. október 2008.

Jarðskjálftayfirlit 20. - 26. október 2008

29.10.2008

Aðfaranótt 20. október varð jarðskjálfti að stærð 4,2 með upptök í Öxarfirði. Um 110 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið í vikunni þeir stærstu um 2,5 stig.

Jarðskjálftahrina varð við Hlaupfell norðan við Upptyppinga þann 22. október. Hrinan hófst um kl. 8 og stóð fram undir hádegi. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 1,7 stig að stærð.

Rúmlega 80 jarðskjálftar mældust á Kross-sprungunni í Ölfusi og voru nær allir minni en 1 að stærð.

Sjá nánar um jarðskjálftavirkni vikunnar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica