Fréttir
Hamarinn séð frá suðvestri
Horft á Hamarinn frá suðvestri. Myndin var tekin 21. maí 2005.

Jarðskjálftayfirlit 13. - 19. október 2008

22.10.2008

Yfir 300 jarðskjálftar mældust í vikunni. Tilkynningar bárust um tvo jarðskjálfta, annar var á Hengilssvæðinu og hinn við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli.

Talsverð skjálftavirkni var undir Vatnajökli, sérstaklega við Hamarinn.

Eftirskjálftavirkni er enn í gangi í Ölfusi og á Hengilssvæðinu. Yfir 100 smáskjálftar mældust þar í vikunni.

Sjá nánar um skjálftavirkni vikunnar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica