Fréttir
Eldey á Reykjaneshrygg
Eldey á Reykjaneshrygg

Jarðskjálftayfirlit 4-10. ágúst 2008

14.8.2008

Um þúsund skjálftar voru staðsettir í vikunni. Mesta virknin var við Grímsey, í Ölfusi og á Reykjaneshrygg.

Níu skjálftar af stærðargráðunni 3 urðu austan Grímseyar. Þar hófst hrina 28. júlí. Áframhaldandi eftirskjálftavirkni var í Ölfusi.

Á Reykjaneshrygg varð snörp hrina 8. ágúst. Hún hófst rúmlega þrjú og lauk á miðnætti sama dag. Í þessari hrinu voru þrír skjálftar af stærðinni 3 og um 40 smærri eftirskjálftar.

Skjálfti,sem var 3 að stærð, varð við Grindavík þann 9. ágúst klukkan 5:08. Ekki er vitað til að hann hafi fundist. Skjálftinn varð 9 km NA við Grindavík.

Sjá nánar í vikuyfirliti.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica