Fréttir
Lítill ferðalangur á stíg í gegnum birkikjarr
Lítill ferðalangur horfir upp að hæsta tindi landsins.

Veðrið um verslunarmannahelgina 2008

- byggt á spálíkani ECMWF, dags. 30. júlí 2008

30.7.2008

Veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina:

Víðáttumikið lægðasvæði verður suður af landinu og því verður austan- og norðaustanátt ríkjandi og útlit fyrir ágætisveður um allt land.

Gert er ráð fyrir norðaustan 5-10 m/s á föstudag og smáskúrum um landið sunnanvert, einkum fyrripart dags, en skýjuðu að mestu norðanlands og sums staðar þokulofti við ströndina.

Á laugardag og fram á mánudag er útlit fyrir fremur hægan vind. Skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en hætt við þokulofti við norðaustur- og austurströndina.

Hlýtt verður í veðri, hiti víða 14 til 22 stig, einna hlýjast vestanlands. Kólnar heldur þegar líður á helgina.

Að næturlagi má búast við þokulofti víða um land og 7 til 11 stiga hita.

Athugið að á morgun og áfram gildir nýjasta spá hverju sinni um veðurútlit fyrir helgina.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica