Fréttir
Landbreytingar í Suðurlandsskjálftunum 2008
Landbreytingar í Suðurlandsskjálftunum 2008.

Landbreytingar í Suðurlandsskjálftunum 2008

4.6.2008

Suðurlandsskjálftinn 29. maí síðastliðinn olli talsverðum landbreytingum eins og sést á meðfylgjandi mynd.


Veðurstofa Íslands rekur kerfi samfelldra GPS landmælinga til eftirlits og rannsókna með jarðskorpuhreyfingum í samvinnu við innnlendar og erlendar stofnanir.

Staðsetningar þessara mæla á Suðurlandi eru sýndar með rauðum þríhyrningum og láréttar færslur á þeim í skjálftunum með svörtum örvum.


Mestu færslurnar urðu á mælum við Selfoss (um 20 cm til SA) og við Hveragerði (um 17 cm til NV). Auk þess lyftist stöðin við Selfoss upp um 5 cm og stöðin við Hveragerði lyftist upp um 3,5 cm og eru þessar landbreytingar varanlegar.


Þessar hreyfingar eru í samræmi við hægrihandar sniðgengishreyfingar á sprungunum sem ganga annars vegar eftir Ingólfsfjalli og hins vegar frá Eyrarbakka norður fyrir Hveragerði (Krosssprungan).


Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Veðurstofuna, Landmælingar Íslands, Verkfræðistofu Suðurlands og Landsvirkjun, vinnur nú að því að kortleggja útbreiðslu aflögunarinnar betur með GPS mælingum á fastmerkjum.


Fylgjast má með daglegum niðurstöðum úr GPS kerfinu á vefnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica