Fréttir
Jarðskjálftar í Ölfusi
Að öllum líkindum er ekki hætta á öðrum skjálfta í Ölfusi af svipaðri stærð og varð í dag.
Sennilega hefur jarðskjálfti við Ingólfsfjall sett af stað aðaljarðskjálftann vestar í Ölfusinu á nánast sama tíma. Staðsetningar eftirskjálfta og ummerki á yfirborði styðja þessa ályktun en erfitt er að greina jarðskjálftana í sundur.
Frá klukkan 18 í dag hefur verið aukning á skjálftavirkni við Hjallahverfið í Ölfusi.
Áfram verður fylgst náið með jarðskjálftavirkninni og búast má við áframhaldandi eftirskjálftavirkni.