Fréttir
Jarðskjálftar í Þórisjökli 1991 - 2008
Jarðskjálftar í Þórisjökli 1991 - 2008

Smáskjálftahrina í Þórisjökli í maí 2008

19.5.2008

Milli klukkan fjögur og fimm í nótt, aðfaranótt mánudagsins 19. maí, hófst hrina smáskjálfta í norðanverðum Þórisjökli. Í morgun höfðu yfir 20 skjálftar verið staðsettir á svæðinu. Stærsti skjálftinn varð rétt upp úr átta í morgun og var hann 2,5 að stærð.
Skjálftar mælast af og til á þessum slóðum en síðasta stóra hrinan í Þórisjökli varð í júlí 1999 þegar yfir 330 skjálftar mældust.
Meðfylgjandi mynd sýnir skjálfta sem orðið hafa á svæðinu frá 1991 og eru nýjustu skjálftarnir í rauðum lit.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica