Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 21. - 27. apríl 2008
Um 230 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni.
Í byrjun vikunnar var mesta skjálftavirknin úti fyrir Norðurlandi.
Áframhald var á skjálftavirkninni við Herðubreið og Herðubreiðartögl frá fyrri viku.
Einnig mældust skjálftar norðvestan við Öskju.
Við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli á Suðurlandi mældust 14 smáskjálftar dagana 23.-25. apríl.