Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 7. - 13. apríl 2008
Tæplega 600 skjálftar voru staðsettir í vikunni auk sex ætlaðra sprenginga.
Upp úr hádegi á mánudegi þann 7. hófst jarðskjálftahrina úti fyrir mynni Eyjafjarðar u.þ.b. 20 km NV af Gjögurtá og stóð hún alla vikuna. Í vikulokin var búið að staðsetja 450 skjálfta á þessum stað en ekki hefur unnist tími til að ljúka úrvinnslu allra skjálfta hrinunnar enn sem komið er. Stærsti skjálftinn mældist 3 stig að kvöldi þriðjudags.
Stærsti skjálfti vikunnar varð um kl. 14 sunnudaginn 13. apríl u.þ.b. 37 km NV af Grímsey og mældist hann 3,3 stig.