Fréttir
Frumvarp um Veðurstofu Íslands á Alþingi
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Veðurstofu Íslands fimmtudaginn 10. apríl.
Samkvæmt frumvarpinu munu núverandi Veðurstofa Íslands og Vatnamælingar sameinast í hinni nýju stofnun.
Hin nýja Veðurstofa Íslands mun taka til starfa 1. janúar 2009.
Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram 10. apríl. Málinu var síðan vísað til Umhverfisnefndar Alþingis þar sem það er nú.