Fréttir
Vefur Veðurstofu - viðhorfskönnun
Vefsetur Veðurstofu Íslands - könnun.

Ánægja með vef Veðurstofu

- niðurstöður viðhorfskönnunar

2.4.2008

Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að 90,94% þátttakenda voru mjög ánægðir eða ánægðir með vefinn eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Voru menn einkum ánægðir með einfaldleika vefsins, myndræna framsetningu og skýrleika.

Könnunin var gerð í dymbilvikunni og um páskana. Notendum vedur.is gafst kostur á að taka þátt í könnun þar sem spurt var um ánægju með vefinn, hvað fólk sæi helst gagnrýnivert og hverjar breytingar það vildi helst sjá. Rúmlega 500 manns á öllum aldri lauk könnuninni og var dreifing þátttakenda í nokkuð góðu samræmi við búsetudreifingu landsmanna.

Margar nytsamlegar ábendingar bárust og mun verða unnið úr þeim. Á næstu vikum og mánuðum munu ýmsar viðbætur sem svarendur báðu um birtast á vefnum.

Kann Veðurstofan þátttakendum bestu þakkir fyrir áhugann og góðar ábendingar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica