Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 28. janúar til 3. febrúar 2008
Jarðskjálftayfirlit 28. janúar til 3. febrúar 2008.

Jarðskjálftayfirlit 28. janúar til 3. febrúar 2008

7.2.2008

Í vikunni voru staðsettir 142 skjálftar. Mánudaginn 28. janúar átti skjálfti að stærð 3,4 upptök sín um 18 km suðsuðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Sama dag varð skjálfti að stærð 2,4 við landgrunnsbrúnina við Hornafjarðardjúp. Um tugur skjálfta átti upptök sín við Kistufell við norðvestanverðan Vatnajökul þann 30. janúar og mældist stærsti skjálftinn þar 2,1 stig. Við Upptyppinga/Álftadalsdyngu mældust 14 skjálftar með upptök á um 15 16 km dýpi. Lítil skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi en sá stærsti varð í Skjálfandadjúpi, 2,5 að stærð.

Sjá nánar vikuyfirlit.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica