Fréttir
lógó vefverðlaunanna

Vefurinn verðlaunaður!

3.2.2008

Föstudaginn 1. febrúar voru Íslensku vefverðlaunin 2007 veitt á Hótel Sögu að lokinni vefráðstefnu SVEF, Samtaka vefiðnaðarins, sem stofnuð voru fyrir tveimur árum. Yfir eitt hundrað vefir voru tilnefndir til þátttöku og veitt voru verðlaun og viðurkenningar í alls átta flokkum. Veðurstofa Íslands fékk verðlaun fyrir besta vef í almannaþjónustu.

Umsögn dómnefndar var á þessa leið: „Sjaldan hefur sést jafn vel heppnuð breyting á vef. Allt er til sóma, viðmótið er vel hannað, nytsamlegt og aðgengilegt sem gerir öllum kleift að skoða vefinn. Einnig er vefurinn mjög gagnvirkur og hægt að skoða allt það nýjasta tengt veðurfari, mengun, jarðskjálftum og fleiru ... besti vefur í almannaþjónustu er www.vedur.is.“

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica