Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 10. -16. desember 2007
Mesta virkni vikunnar var við Upptyppinga þar sem skjálftahrinan sem hófst föstudagskvöldið 14. desember hélt áfram um þá helgi og fram eftir vikunni. Heldur dró úr henni þegar leið á vikuna. Af ríflega 900 skjálftum sem staðsettir voru í vikunni voru 775 við Upptyppinga. Smáhrina varð austan við Grímsey 15. og 16. desember og nokkur virkni var við Kistufell í Vatnajökli.