Fréttir
tveir menn og veðurdufl, meira en mannhæðarhátt
Veðurduflið um borð í Bjarna Sæmundssyni.

Veðurdufl á Dreka

12.12.2007

Veðurstofan hefur, að tilmælum iðnaðar- og umhverfisráðuneyta, hafið veðurathuganir á svokölluðu Drekasvæði, nánar tiltekið á 68,470° norður breiddar og 9,40° vestur lengdar. Sett var út dufl þann 23. nóvember 2007 og er það við stjóra á um 850 m dýpi.

Við sjósetninguna nutu starfsmenn Veðurstofunnar aðstoðar Hafrannsóknastofnunar sem lagði rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson til verksins.

Drekaduflið
veðurdufl, stór kúpull með mælistöng upp úr
Drekaduflið við hús Veðurstofunnar áður en það var flutt á haf út. Ljósmynd: Sigvaldi Árnason.

Á duflinu er sjálfvirk veðurstöð og stefnuvirkur öldumælir. Helstu þættir sem eru mældir eru lofthiti, loftraki og sjávarhiti, loftþrýstingur, vindátt og vindhraði, ölduhæð, öldutími og stefna. Einnig er mældur straumhraði við yfirborð og straumstefna.


Gögnin eru send Veðurstofu á klukkustundarfresti með Iridium gervihnattasíma og eru nú þegar send áfram út á alþjóðlega veðurathugunakerfið. Þau munu innan tíðar verða birt, ásamt öðrum veðurathugunum, á vefsetri Veðurstofunnar og send Siglingastofnun til notkunar í ölduspálíkani stofnunarinnar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica