Fréttir
Jarðskjálftar norðan við Selfoss
Jarðskjálftahrina norðan við Selfoss

Jarðskjálftar norðan við Selfoss

21.11.2007

Þann 20. nóvember varð jarðskjálftahrina með upptök um 1-2 km norðan við Selfoss. Stærsti skjálftinn í hrinunni var kl. 18:48, að stærð 3,5. Tveir aðrir skjálftar, rúmlega 3 að stærð, urðu kl. 18:55 og 18:57. Verulega dró úr hrinunni um hálfri klukkustund síðar. Upp úr hálftíu um kvöldið jókst skjálftavirknin aftur á sama stað og þá varð skjálfti um 3 að stærð kl. 21:40. Á annað hundrað eftirskjálftar fylgdu í kjölfar þessara skjálfta. Skjálftarnir fundust mjög vel á Selfossi og í nágrenni.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica