Fréttir
Frá Vísindavöku RANNÍS 2007
Frá Vísindavöku RANNÍS 28. september 2007.

Vísindavakan

1.10.2007

Veðurstofa Íslands var að sjálfsögðu meðal sýnenda á Vísindavöku RANNÍS föstudaginn 28. september sl.

Gestum gafst kostur á að skoða myndskeið frá gervihnöttum, m.a. af fellibyljum og sólmyrkva. Vefur Veðurstofunnar var opinn og sýndu starfsmenn Veðurstofunnar gestum hvernig spár voru settar fram á ýmsu formi, til dæmis veðurþáttaspár og staðaspár.

Vindmælir var á staðnum og gátu gestir mælt 'vindstyrk' sinn.

Vísindavaka RANNÍS.
Frá Vísindavöku RANNÍS 2007
Mynd 2. Ungur gestur blæs í vindmælinn sem fólki var gefinn kostur á mæla 'vindstyrk' sinn í. Að sjálfsögðu var árangurinn sýndur (í glugganum á tækinu á hærra borðinu). Vindhraðametið var 13,8 m/s og náðu tveir gestir þeim hraða. Þess má geta að það er orðið töluvert strembið að hjóla móti vindi sem mælist um 10 m/s. Nær á borðinu er sólskinsstundamælir eða 'veðurspákúlan' sem margir sýndu áhuga. Ljósmynd: Guðrún Pálsdóttir.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica