Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 16. - 22. júlí 2007
Jarðskjálftayfirlit 16. - 22. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit vikuna 16. - 22. júlí 2007

31.7.2007

Í vikunni voru staðsettir 373 jarðskjálftar og 4 sprengingar. Stærstu skjálftarnir voru fjórir og allir 2,7 að stærð. Þeir urðu á Tjörnesbrotabeltinu norður af Siglufirði, við Núpshlíðarháls vestan Krísuvíkur og við Hamarinn í Vatnajökli.

Virkni við Upptyppinga hélt áfram og mældust 126 skjálftar þar í vikunni og voru þeir á stærðarbilinu 0,2-2,4 og voru nær allir á u.þ.b. 16 km dýpi.

Undir Sigöldulóni mældust 6 skjálftar á um 5 km dýpi og var stærð þeirra á bilinu 1-1,8. Undir Heklu mældist einn skjálfti af stærð 1,3.

Sjá nánar á vikuyfirliti





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica