Fréttir

Norrænir jarðfræðingar funda á Íslandi

Vetrarmót haldið í þrítugasta og fimmta sinn

10.5.2022

Vetrarmót norrænna jarðfræðinga er nú haldið hér á Íslandi dagana 11.-13. maí í Háskóla Íslands. Þetta er í þrítugasta og fimmta sinn sem mótið er haldið, en ríkin á Norðurlöndunum halda það til skiptis á tveggja ára fresti og var síðasta vetrarmót haldið hérlendis árið 2012.

Starfsfólk Veðurstofunnar er með fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, allt frá erindum um fjarkönnun við vöktun náttúrunnar til áhrifa loftslagsbreytinga og hopun jökla á eldvirkni. Þeir starfsmenn sem flytja erindi eru: Halldór Björnsson, Hrafnhildur Hannesdóttir, Bergrún Arna Óladóttir, Sara Barsotti, Michelle Maree Parks, Melissa Anne Pfeffer, Ragnar Heiðar Þrastarson, Harpa Grímsdóttir, Jón Kristinn Helgason og Kristín Jónsdóttir. Jarðfræðafélag Íslands skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við ýmsar stofnanir hérlendis og má fræðast um vetrarmótið og dagskrá þess á heimasíðu Jarðfræðafélags Íslands.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica