Norðan áhlaup snemma á ferðinni
Mögulega snjór í byggð á fimmtudag og föstudag á norðanverðu landinu
Fyrsta norðan áhlaup haustsins er væntanlegt nú síðar í vikunni og er það frekar snemma á ferðinni að þessu sinni. Það er því enn ríkari ástæða til að fylgjast vel með veðurspám næstu daga.
Mögulega snjór í byggð á fimmtudag og föstudag
Á morgun, miðvikudag, má búast við að gangi í hvassa norðanátt með drjúgri rigningu
norðan- og austanlands, en snjókomu í hærri fjöll. Á miðvikudagskvöld og
aðfaranótt fimmtudags færist kaldara loft yfir landið og á fimmtudaginn er
útlit fyrir að úrkoman á norðanverðu landinu verði á formi slyddu eða snjókomu
langleiðina niður að sjávarmáli. Á föstudag er möguleiki á að aukin ákefð
færist í úrkomuna og að hún verði ýmist á formi rigningar, slyddu eða snjókomu
á norðurhelmingi landsins. Gert er ráð fyrir ört batnandi veðri á
laugardag.
Enn óvissa í spám sérstaklega hvort úrkoma verður rigning eða snjór
Þessu norðan áhlaupi veldur djúpt lægðasvæði austur af landi. Enn
er óvissa í spám varðandi braut lægðanna og dýpi þeirra og þar með hversu
hvasst verður og hve neðarlega mörk rigningar og snjókomu verða. Engu að síður
er norðan óveður af einhverju tagi líklegt. Viðvaranir vegna veðursins verðauppfærðar eftir því sem nýjir spáreikningar berast og tilefni er til.