Fréttir
Múlakvísl 20. - 22. júní 2016.

Minniháttar jökulhlaup í Múlakvísl

22.6.2016

Minniháttar jökulhlaup er nú í Múlakvísl, tengt jarðhitavirkni undir Mýrdalsjökli.

Mælir Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú sýndi stöðuga aukningu rafleiðni í ánni frá ~70 µS/cm til ~180 µS/cm á tímabilinu 20. - 21. júní.

Hin stöðuga aukning í rafleiðni bendir til þess að hlaupvatn hafi lekið undan einum katlanna á vatnasvæði Kötlujökuls. Svipaðir smálekar hafa áður komið í Múlakvísl um þetta leyti árs. Ekki er hætta á tjóni enn sem komið er, en vel er fylgst með vatnshæð og rafleiðni í ánni, sjá línurit.

Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um brennisteinslykt við þjóðveginn í nágrenni ánna.

Eins og staðan er núna hefur þetta ekki áhrif á ferðir fólks, hlaupið getur staðið næstu daga en nýjustu mælingar sýna minnkandi rafleiðni. Fróðleik um vöktunarkerfið er að finna á vefsíðum Vatnafars.

Starfsmenn Veðurstofu fylgjast náið með þróuninni.

náttúruvársérfræðingar
Bryndís Ýr og Matthew
kl. 11:42





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica