Fréttir
rafleiðni
Rafleiðni í Múlakvísl 29.-31. júlí 2017.

Hlaup í Múlakvísl yfirstaðið

31.7.2017

Jökulhlaupið í Múlakvísl á Mýrdalssandi er yfirstaðið. Rafleiðni hefur lækkað og er við eðlileg mörk, en fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.

Litakóða fyrir flug í nágrenni Kötlu var breytt í gult aðfararnótt 29. júlí vegna skjálfavirkni sem tengdist jökulhlaupnu í Múlakvísl. Hlaupinu er lokið og jarðskjálftavirkni  á svæðinu telst vera innan eðlilegra marka.

Farið var yfir málið á samráðsfundi síðdegis mánudaginn 31. júlí og tekin ákvörðun um

að færa litakóðann aftur í grænt. Atburðurinn er talinn afstaðinn 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica