Fréttir
Múlakvísl
Múlakvísl 28. júlí 2017.

Jökulhlaupi í Múlakvísl

29.7.2017

Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi farið hækkandi og hækkaði aðfararnótt 29. júlí í 580 μS/cm. Hlaup stendur nú yfir. Mikið rennsli er í ánni samkvæmt viðbragðsaðilum á vettvangi og vatnamælar við jökulinn gefa skýrt til kynna að hlaup standi yfir. 

Leiðnimælingar segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af völdum jarðhita er í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að aukast. Leiðniaukning getur varað í nokkra daga áður en hlaup hefst.

Allmörg hverasvæði eru þekkt undir Mýrdalsjökli. Sírennsli er frá þessum svæðum og fer það eftir landslaginu á hverjum stað hvort bræðsluvatnið safnast fyrir eða ekki. Misjafnt er hversu mikið vatn safnast fyrir í þessum lónum áður en hleypur úr þeim og einnig hversu hratt þau tæmast. Rafleiðni mælist nú um 290 μS/cm og er stöðug eins og er.

Veðurstofan fylgist grant með þróuninni og er í beinum samskiptum við Almannavarnir og Vegagerðina.

Múlakvísl 

Leiðni í Múlakvísl 27.-29. júlí 2017. Leiðnimælingar segja til um magn jarðhitavatns í ám og þegar hlaup verður af völdum jarðhita eykst leiðnin.



Úr vefmyndavél Veðurstofunnar á brúnni við Múlakvísl.

Fréttin hefur veirð uppfærð.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica