Fréttir
Gagnaþonið er nýsköpunarkeppni sem snýst um að finna nýjar lausnir á umhverfisvánni með því að nýta opinber gögn.

Gagnaþon fyrir umhverfið

Nýsköpunarkeppni sem snýst um að finna nýjar lausnir á umhverfisvánni með því að nýta opinber gögn.

12.8.2020

Gagnaþon fyrir umhverfið var sett í dag, en Gagnaþonið er nýsköpunarkeppni og er öllum opin þátttaka. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði keppnina sem snýst um að finna nýjar lausnir á umhverfisvánni með því að nýta opinber gögn.

Gagnaþonið fer fram á netinu og stendur til 19. ágúst en verkefnið er fjármagnað af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar og er liður í innleiðingu nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og aðgerðaáætlunar um opinbera nýsköpun.

Þátttakendur þróa lausnir sem byggjast á opinberum gögnum og eru umhverfinu til góða. Hægt er að keppa í þremur flokkum og veitt verða verðlaun í hverjum flokki:

  • Besta gagnaverkefnið - 750.000 kr.
  • Endurbætt lausn - 450.000 kr.
  • Besta hugmyndin - 200.000 kr.

Umhverfisstofnun, Hagstofa Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Veðurstofa Íslands og Landmælingar Íslands leggja til gögn fyrir þátttakendur.

Úrslit verða kunngjörð miðvikudaginn 26.ágúst í beinni útsendingu þar sem tilkynnt verður hvaða lið hafa borið sigur úr býtum í hverjum flokki. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík veita verðlaunin.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru framkvæmdaraðilar verkefnisins ásamt öðrum opinberum stofnunum sem leggja fram gögn sem nýtast í gagnaþoninu. Aðrir samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Félagsvísindasvið HÍ, forsætisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Hægt er að nálagast nánari upplýsingar um keppnina, sjá öll gagnasettin sem í boði eru og skrá sig á vefsíðunni hakkathon.island.is

 

 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica